Vinir Hjálparstarfs kirkjunnar koma saman í safnaðarheimili Grensáskirkju mánudaginn 28. október nk. kl. 12:00 og snæða saman.
Öll sem áhuga hafa á starfi Hjálparstarfs kirkjunnar og vilja leggja starfinu lið eru hjartanlega velkomin.
Brot úr sögu Hjálparstarfs kirkjunnar
Yfir hádegisverðinum mun Svavar Hávarðsson, fræðslu- og upplýsingafulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar, rifja upp brot úr sögu Hjálparstarfs kirkjunnar.
Skráning
Tilkynna þarf þátttöku í hádegisverðinn á netfangið help@help.is eða í síma 528 4400 fyrir kl. 14:00 fimmtudaginn 24. október nk.
Verð fyrir máltíðina er kr. 3.500.- og mun afraksturinn renna til Hjálparstarfs kirkjunnar.
Hjartanlega velkomin
Öll sem hafa áhuga á starfi Hjálparstarfs kirkjunnar og vilja leggja starfinu lið eru hjartanlega velkomin.