Nú á dögunum afhenti Toyota á Íslandi Hjálparstarfi kirkjunnar nýja Toyota Proace – sendibifreið til afnota. Bifreiðin mun koma sér afar vel í fjölbreyttum verkefnum Hjálparstarfsins hér á landi en þessi stuðningur Toyota á Íslandi við Hjálparstarf kirkjunnar teygir sig allt aftur til ársins 2008.
„Við erum afar þakklát fyrir stuðning Toyota á Íslandi en nýja sendibifreiðin leysir af hólmi eldri bifreið sem Toyota færði Hjálparstarfinu fyrir rúmu ári,“ segir Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfsins og bætir við að bifreiðin nýtist Hjálparstarfinu afar vel í ýmsum verkefnum allt árið um kring; ekki síst á annatímum þegar margt þarf að sækja og senda.
Má nefna að fyrir síðustu jól fékk 1.783 fjölskylda, eða tæplega fimm þúsund einstaklingar, um allt land aðstoð Hjálparstarfsins og ekkert bendir annars en reikna megi með svipuðum fjölda í ár, eða jafnvel fleirum í ljósi áskorana sem fólk glímir við á tímum verðbólgu og hárra vaxta,“ segir Bjarni.