Bræðrastúka nr. 5, sem ber heitið Þórsteinn, færði í dag Hjálparstarfi kirkjunnar 500.000 til styrktar innlendu starfi samtakanna.

Þeir Jón Helgi Pálsson, formaður líknasjóðs, og Eiríkur Jónsson meðstjórnandi komu færandi hendi á skrifstofu Hjálparstarfsins þar sem Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri tók á móti þessu veglega framlagi til starfsins.

Gjafir sem þessar skipta Hjálparstarfið afar miklu máli enda rík áhersla lögð á að aðstoða fjölskyldufólk sem býr við kröpp kjör fyrir jólin svo það geti gert sér dagamun yfir hátíðirnar.

Á afhendingarskjali kemur fram að móttakandi styrksins sé Hjálparstarf kirkjunnar fyrir „óeigingjarnt starf í þágu þeirra sem minna mega sín.“

Hér má lesa allt um innanlandsstarf Hjálparstarfs kirkjunnar.

Vilt þú styrkja hjálparstarfið? Með því að gerast Hjálparliði hjálpar þú fólki sem býr við fátækt á Íslandi og í fátækustu samfélögum heims.

Styrkja