Bræðurnir í Oddfellowstúku nr. 7, Þorkeli mána I.O.O.F. færðu Hjálparstarfinu í gær 600 þúsund krónur að gjöf sem rennur til aðstoðar innanlands.
Þessi gjöf mun koma sér afar vel og skipta verulegu máli fyrir fjölmargar fjölskyldur og gera þeim kleift að halda gleðileg jól.
Á afhendingarskjali segir að þeim stúkubræðrum sé það sönn ánægja að færa Hjálparstarfinu styrk til innanlandsstarfsins til „stuðnings því góða starfi sem þar fer fram.“
Hér má lesa allt um innanlandsstarf Hjálparstarfs kirkjunnar.
Vilt þú styrkja hjálparstarfið? Með því að gerast Hjálparliði hjálpar þú fólki sem býr við fátækt á Íslandi og í fátækustu samfélögum heims.