Á vinstri innsíðu er áletraður sálmur Sigurðar Einarssonar
Hann veitir kraft hinum þreytta og gnógan styrk hinum þróttlausa (Jes.40.29.).
Það húmar, nóttin hljóð og köld
í hjarta þínu tekur völd,
þar fölnar allt við frostið kalt,
-en mest er miskunn Guðs.
Er frostið býður faðminn sinn,
þér finnst þú stundum, vinur minn,
sem veikur reyr, er megni´ei meir,
-en mest er miskunn Guðs.
En vit þú það, sem þreyttur er,
og þú sem djúpur harmur sker,
þótt hrynji tár og svíði sár,
að mest er miskunn Guðs.
Og syng þú hverja sorgarstund
þann söng um ást, þótt blæði und,
og allt sé misst, þá áttu Krist.
Því mest er miskunn Guðs.