Á vinstri innsíðu er áletraður sálmur Sigurðar Einarssonar

Hann veitir kraft hinum þreytta og gnógan styrk hinum þróttlausa (Jes.40.29.).

Það húmar, nóttin hljóð og köld
í hjarta þínu tekur völd,
þar fölnar allt við frostið kalt,
-en mest er miskunn Guðs.

Er frostið býður faðminn sinn,
þér finnst þú stundum, vinur minn,
sem veikur reyr, er megni´ei meir,
-en mest er miskunn Guðs.

En vit þú það, sem þreyttur er,
og þú sem djúpur harmur sker,
þótt hrynji tár og svíði sár,
að mest er miskunn Guðs.

Og syng þú hverja sorgarstund
þann söng um ást, þótt blæði und,
og allt sé misst, þá áttu Krist.
Því mest er miskunn Guðs.

Kaupa minningarkort

Um minningarkortin

Á hægri innsíðu kortsins skrifar þú samúðarkveðju. Þú getur valið staðlaðan texta sem er svohljóðandi:

Með innilegri samúð og kærri kveðju,
(nöfn sendenda)

Með minningarkorti Hjálparstarfs kirkjunnar tjáir þú hug þinn og heiðrar minningu vina og skyldmenna um leið og þú leggur þitt af mörkum til hjálparstarfs.

Þú getur keypt minningarkort hér á síðunni eða á skrifstofu Hjálparstarfsins, neðri hæð Grensáskirkju, Háaleitisbraut 66, 103 Reykjavík.

Þér er einnig velkomið að hringja til okkar í síma 528 4400 eða senda tölvupóst á netfangið minningarkort@help.is.

Lágmarksupphæð fyrir hvert kort er 2.000 krónur. Þú getur greitt fyrir með reiðufé, greiðslukorti eða með því að við sendum þér greiðslukröfu.

Við sendum kortið til syrgjenda fyrir þig í síðasta lagi næsta virka dag eftir að við fáum pöntun frá þér.

Styrkja