Að ráðstafa erfðafé til góðgerðar- og mannúðarsamtaka að lífshlaupi loknu er valkostur sem er í boði fyrir okkur öll. Þú getur arfleitt félagasamtök og sjálfseignarstofnanir sem starfa að almannaheillum að hluta eða öllum eignum þínum í þágu málefnis sem þér er kært og þannig haft áhrif til framtíðar. Arfur til félagasamtaka er undanþeginn erfðafjárskatti.
Hafir þú áhuga á að kynna þér möguleika á að arfleiða Hjálparstarf kirkjunnar eftir þinn dag leggjum við til að þú lesir upplýsingabæklinginn Eftir þinn dag sem unninn var í samstarfi við félög sem starfa að almannaheillum. Þú ert einnig velkomin/n til okkar á skrifstofuna á neðri hæð Grensáskirkju, Háaleitisbraut 66, 103 Reykjavík, þú getur hring til okkar í síma 528 4400 eða sent okkur línu á netfangið help@help.is.
Nánar um erfðagjafir er einnig hægt að lesa á vefsíðunni Erfðagjafir.is