Hjálparstarf kirkjunnar tekur á móti umsóknum um aðstoð fyrir jól klukkan 11 – 15 dagana 1. til 4. desember á skrifstofunni á neðri hæð Grensáskirkju, Háaleitisbraut 66, 103 Reykjvík. Við minnum á grímuskyldu og tveggja metra regluna. Við tökum einnig á móti umsóknum á rafrænu formi en umsóknarform er að finna hér.
Í desember aðstoðar Hjálparstarf kirkjunnar fólk sem býr við kröpp kjör sérstaklega svo það geti gert sér dagamun yfir hátíðirnar. Aðstoðin tekur mið af aðstæðum hvers og eins og er fyrst og fremst í formi inneignarkorta fyrir matvöru en foreldrar geta einnig valið jólagjafir fyrir börnin sín.
Prestar og djáknar í dreifbýli hafa milligöngu um aðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar við einstaklinga jafnt sem barnafjölskyldur fyrir jól. Gott samstarf er um aðstoð fyrir jól víðs vegar um landið milli Hjálparstarfs kirkjunnar annars vegar og Hjálpræðishersins, Mæðrastyrksnefnda og Rauða krossins hins vegar.