Einstaklingsmiðuð nálgun og notendastýrð þjónustu eru lykilverkfæri félagsráðgjafanna sem leggja höfuðáherslu á að hlusta, ræða við og skilja einstaklingana sem til þeirra leita og vinna með þeim á forsendum þeirra sjálfra. Auk þess að veita ráð og efnislega aðstoð benda félagsráðgjafarnir fólki á úrræði í samfélaginu sem kunna að gagnast því við að takast á við erfiðar aðstæður.

Meginmarkmið með aðstoð í neyðartilfellum er að grunnþörfum fólks sé mætt, að fjárhagslegir erfiðleikar ógni ekki heilsu fólks og takmarki ekki möguleika barna og unglinga til að taka þátt í samfélaginu. Aðstoðinni er ætlað að svara skyndilegri neyð enda er það skylda stjórnvalda að tryggja framfærslu fólks í félagslegum vanda þannig að það fái lifað mannsæmandi lífi til lengri tíma.

Hér að neðan er að finna umsóknareyðublað fyrir aðstoð.
Below is an application form for assistance.

Athugið!

Umsóknarfrestur um aðstoð fyrir jól 2024 er liðinn. Opnað verður fyrir almennar umsóknir um efnislega aðstoð á ný 8. janúar 2025.

Frá og með 8. janúar munu félagsráðgjafar Hjálparstarfsins taka á móti fólki hér á skrifstofunni á neðri hæð Grensáskirkju, Háaleitisbraut 66, 103 Reykjavík. Opinn viðtalstími er á miðvikudögum klukkan 12:00 til 15:00 en við opnum líka fyrir umsóknir hér á heimasíðunni sama dag, 8. janúar.

Attention!

The application deadline for assistance for Christmas 2024 has passed. General applications for material assistance will be opened again on January 8, 2025.

Umsækjendur sem hafa áður fengið inneign á Arioninneignarkort Hjálparstarfsins fyrir matvöru og kortið er ekki útrunnið geta fyllt út eyðublaðið hér fyrir neðan. Félagsráðgjafi okkar hefur samband við umsækjanda þegar umsóknin hefur borist. Athugið að fáeinir dagar geta liðið frá því að umsókn er send þar til við höfum samband um framhaldið.







    Hjálparstarf kirkjunnar aðstoðar fólk við lyfjakaup í neyðartilfellum. Þó er ekki veitt aðstoð vegna lyfja sem eru á lista Lyfjastofnunar yfir ávana- og fíknilyf. Félagsráðgjafar taka á móti umsóknum um aðstoð við lyfjakaup á skrifstofu Hjálparstarfs kirkjunnar, Háaleitisbraut 66, neðri hæð, og í síma 528 4400 klukkan 10 – 15 virka daga. Athugið að sækja þarf um aðstoð áður en lyf eru leyst út.

    Hjálparstarf kirkjunnar aðstoðar barnafjölskur í sárri neyð um vetrarfatnað. Tekið er við umsóknum á opnum viðtalstíma á skrifstofunni á miðvikudögum klukkan 12 – 15 en einnig er hægt að hringja í síma 5284400 á virkum dögum klukkan 10 – 15 og panta viðtal hjá félagsráðgjafa. Skrifstofan er á neðri hæð Grensáskirkju, Háaleitisbraut 66, 103 Reykjavík.

    Allt árið um kring styður Hjálparstarf kirkjunnar börn og unglinga sem búa við fátækt og eru undir átján ára aldri til íþróttaiðkunar, listnáms og tómstundastarfs.

    Foreldrar grunnskólabarna fá einnig sérstakan stuðning í upphafi skólaárs og ungmenni fá styrk til að stunda nám sem gefur þeim réttindi til starfs eða veitir þeim aðgang að lánshæfu námi. Markmiðið er að rjúfa vítahring stuttrar skólagöngu, lágra launa og fátæktar.

    Félagsráðgjafar Hjálparstarfsins taka við umsóknum um stuðning vegna upphafs skólaárs dagana 22., 24. og 25. ágúst 2023 eins og hér segir:

    Þriðjudaginn 22. ágúst, klukkan 11 – 14.
    Fimmtudaginn 24. ágúst, klukkan 11 – 14.
    Föstudaginn 25. ágúst, klukkan 10 – 12.

    Tekið er við umsóknum á skrifstofu Hjálparstarfs kirkjunnar, neðri hæð Grensáskirkju, Háaleitisbraut 66, 103 Reykjavík.

    Utan höfuðborgarsvæðisins bendum við fólki á að hafa samband við prest í heimasókn sem hefur milligöngu um aðstoð.

    Styrkja