Nettó veitt í gær Hjálparstarfi kirkjunnar veglegan styrk til starfsins. Það voru þau Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Verslunar- og mannauðssviðs og Sigurður Peter Hansen, rekstrarstjóri Nettó, sem afhentu Bjarna Gislasyni, framkvæmdastjóra Hjálparstarfsins, styrkinn.
Mörg undanfarin ár hefur fyrirtækið sýnt Hjálparstarfinu velvild og styrkt starfið veglega.
Samkaup hefur í gegnum árin tekið þátt í hinum ýmsu samfélagsverkefnum og styrkt fjöldann allan af íþróttafélögum, íþróttaviðburðum, menningar- og mannúðarstörfum, góðgerðasamtökum og öðrum metnaðarfullum verkefnum. Áhersla er lögð á hópa frekar en einstaklinga og börn og unglinga frekar en fullorðna.
Hér má lesa allt um innanlandsstarf Hjálparstarfs kirkjunnar.
Vilt þú styrkja hjálparstarfið? Með því að gerast Hjálparliði hjálpar þú fólki sem býr við fátækt á Íslandi og í fátækustu samfélögum heims.