Nettó veitt í gær Hjálparstarfi kirkjunnar veglegan styrk til starfsins. Það voru þau Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Verslunar- og mannauðssviðs og Sigurður Peter Hansen, rekstrarstjóri Nettó, sem afhentu Bjarna Gislasyni, framkvæmdastjóra Hjálparstarfsins, styrkinn.

Mörg undanfarin ár hefur fyrirtækið sýnt Hjálparstarfinu velvild og styrkt starfið veglega.

Samkaup hefur í gegnum árin tekið þátt í hinum ýmsu samfélagsverkefnum og styrkt fjöldann allan af íþróttafélögum, íþróttaviðburðum, menningar- og mannúðarstörfum, góðgerðasamtökum og öðrum metnaðarfullum verkefnum. Áhersla er lögð á hópa frekar en einstaklinga og börn og unglinga frekar en fullorðna.

Nettó er í eigu Samkaupa hf.

Hér má lesa allt um innanlandsstarf Hjálparstarfs kirkjunnar.

Vilt þú styrkja hjálparstarfið? Með því að gerast Hjálparliði hjálpar þú fólki sem býr við fátækt á Íslandi og í fátækustu samfélögum heims.

 

Styrkja