Hjálparstarf kirkjunnar auglýsir laust starf verkefnisstýru opins húss fyrir konur sem ekki eiga í örugg hús að venda á daginn en verkefnið er unnið í anda hugmyndfræði um skaðaminnkandi nálgun. Starfshlutfall er 100%.

Verkefnisstýra leiðir starfið í opnu húsi á virkum dögum og mætir hverri konu sem þangað leitar af  virðingu og kærleika. Jafnframt er gengið er út frá því að konurnar sjálfar taki þátt í að móta starfsemina.

Helstu verkefni eru að móta og leiða starfsemi í opnu húsi fyrir konur, veita ráðgjöf og  einstaklingsviðtöl, meta félagslegar aðstæður, veita stuðning og finna einstaklingsbundin virkniúrræði. Í starfinu felst samstarf við stofnanir og fagaðila og gert er ráð fyrir að verkefnisstýra taki þátt í að kynna starfið.

Hæfniskröfur eru háskólamenntun á sviði félagsvísinda svo sem í félagsráðgjöf eða þroskaþjálfun. Reynsla af sambærilegu starfi er æskileg. Frumkvæði og sveigjanleiki í starfi, hæfni í mannlegum samskiptum og hlýlegt viðmót eru allt kostir sem við sækjumst eftir sem og sjálfstæð vinnubrögð og skipulagshæfileikar.

Umsóknir sendist til starf@help.is. Nánari upplýsingar veita Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri, bjarni@help.is og Vilborg Oddsdóttir, umsjónarmaður innanlandsstarfs, vilborg@help.is.

Umsóknarfestur er til og með 30. september 2020.

Styrkja