Margt smátt… fréttablað Hjálparstarfs kirkjunnar kom út laugardaginn 22. ágúst síðastliðinn og var dreift með Fréttablaðinu um land allt. Í blaðinu segjum við meðal annars frá aðstoð sem veitt er efnalitlum foreldrum nú í upphafi skólaárs, valdeflingarverkefni sem er að fara af stað hjá okkur og ferðasögu foreldris frá liðnu sumri. Þá aðstoðaði Hjálparstarfið fjölskyldur sem búa við kröpp kjör við að komast í frí innanlands að eigin vali. Nú fara börnin í skólann og segja sögur af ferðasumri, rétt eins og hin börnin. Ef þú misstir af prentútgáfu blaðsins getur þú lesið það hér: Margt smátt… fréttablað Hjálparstarfs kirkjunnar 2. tbl. 2020

 

Styrkja