Vinsamlegast athugið að fatamiðstöð Hjálparstarfs kirkjunnar er lokuð vegna smithættu í kórónuveirufaraldri. Ákvörðunin um að loka er tekin í ljósi hertra samkomutakmarkana stjórnvalda til að hefta útbreiðslu COVID-19 en þær tóku gildi í dag, 5. október. Við auglýsum opnunartíma hér á vefsíðu okkar um leið og ákvörðun hefur verið tekin um að opna fatamiðstöð á ný. Athugið að við getum því miður heldur ekki tekið við fatnaði á meðan fatamiðstöð er lokuð. Við látum vita hér þegar við getum tekið við fatnaði aftur.

október 05, 2020