Fagfélögin, samtök sem fjögur iðnfélög standa að, hafa veitt innanlandsstarfi Hjálparstarfs Kirkjunnar veglegan jólastyrk að upphæð ein milljón króna. Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfsins, hitti formenn félaganna í gær og veitti þessu höfðinglega framlagi viðtöku.

Þessi gjöf mun koma sér afar vel og skipta verulegu máli fyrir fjölmargar fjölskyldur og gera þeim kleift að halda gleðileg jól.

Í afhendingarskjali stjórnar Fagfélaganna segir að „um leið og Fagfélögin óska Hjálparstarfi kirkjunnar og skjólstæðingum þess gleðilegrar hátíðar og hvetjum ykkur til áframhaldandi góðra verka, er það ósk Fagfélaganna að jólastyrkurinn í ár komi að góðum notum til þeirra sem höllum fæti standa og fjölskyldum þeirra.“

Undir skjalið skrifa Jón Bjarni Jónsson, formaður Byggiðnar, Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, formaður MATVÍS og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands.

Hér má lesa allt um innanlandsstarf Hjálparstarfs kirkjunnar.

Vilt þú styrkja hjálparstarfið? Með því að gerast Hjálparliði hjálpar þú fólki sem býr við fátækt á Íslandi og í fátækustu samfélögum heims.

 

 

Styrkja