Fimmtudaginn 22. september flytur Sophie Gebreyes framkvæmdastjóri Hjálparstarfs Lútherska heimssambandsins í Eþíópíu erindi á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar og námsbrautar í mannfræði um ástandið í Eþíópíu og verkefni Hjálparstarfs Lútherska heimssambandsins / Hjálparstarfs kirkjunnar.

Viðburðurinn verður í stofu 103 á Háskólatorgi klukkan 17 – 18 og eru öll velkomin að hlýða á erindið.

Sophie hefur langa reynslu af stjórnunarstörfum hjá hjálparsamtökum í Afríku og í Suður-Ameríku, þar með talið hefur hún verið framkvæmdastjóri LWF / DWS í Eþíópíu frá árinu 2013. Sophie lærði lögfræði í Addis Ababa og lauk meistaragráðu í frönsku og þróunarfræðum frá The University of Winnipeg. Hjálparstarf kirkjunnar hefur verið í samstarfi við LWF /DWS í Eþíópíu í áratugi og verið þar með sitt stærsta verkefni í þróunarsamvinnu síðan árið 2007. Í ár og í fyrra höfum við einnig fjármagnað mannúðaraðstoð í norðanverðu landinu þar sem hörð átök hafa verið milli stjórnarhers Eþíópíu og Frelsishers Tigray.

Styrkja