Skjólið er opið hús á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir konur sem glíma við heimilisleysi, búa við óöruggar aðstæður eða eru nýkomnar í búsetuúrræði eftir heimilisleysi. Frá opnun þess í febrúar 2021 hafa 68 konur heimsótt Skjólið og eru 80% þeirra með skráð lögheimili í Reykjavík en hinar vítt og breitt um landið. Konurnar eru á aldrinum 18 – 71 árs en langflestar í aldurshópnum 31 – 40 eða tæp 40%.
„Á hverjum degi koma að meðaltali sjö konur í Skjólið og upplifa frið og ró og þeim þykir vænt um samveruna og spjallið við okkur starfskonur. Þær ná að sinna helstu grunnþörfum sínum en auk þess mætum við starfskonurnar þeim með hlýju og kærleika á þeim stað sem þær eru staddar hverju sinni og veitum þeim hlustun, sálgæslu og hlýju,“ segir Rósa Björg Brynjarsdóttir, umsjónarkona Skjólsins.
Styrkja