Kær samstarfsmaður okkar, Atli Geir Hafliðason, lést á heimili sínu sunnudaginn 27. júní síðastliðinn og fór útför hans fram í kyrrþey. Atli sem var fæddur þann 21. febrúar 1960 lætur eftir sig tvö uppkomin börn, Sóleyju og Gunnar.

Atli hóf störf hjá Hjálparstarfi kirkjunnar árið 2007 og sinnti ýmsum verkefnum í innanlandsstarfi. Hann sá lengi um kertasölu, var bókari stofnunarinnar og bílstjóri ásamt því að hafa umsjón með störfum sjálfboðaliða. Atli var óvenju greiðvikinn, hann hugsaði lausnamiðað og reyndist mikill þúsundþjalasmiður.

Atli skilur eftir sig stórt skarð sem erfitt verður að fylla. Við, samstarfsfólk hans hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, vottum Sóleyju, Gunnari og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð.

Styrkja