Í desember ár hvert aðstoðar Hjálparstarf kirkjunnar fólk sem býr við kröpp kjör sérstaklega svo það geti gert sér dagamun yfir hátíðirnar. Aðstoðin tekur mið af aðstæðum hvers og eins og er fyrst og fremst í formi inneignarkorta fyrir matvöru sem verða gefin út eigi síðar en 20. desember. Foreldrum sem búa við kröpp kjör býðst auk þess jólagjafir fyrir börnin.

Tekið er á móti umsóknum frá barnafjölskyldum í Reykjavík á skrifstofu Hjálparstarfs kirkjunnar, Háaleitisbraut 66, neðri hæð, dagana 28. nóvember og  29. nóvember frá klukkan 10.00 til 15:00 og eru umsækjendur beðnir um að mæta með persónuskilríki og gögn sem sýna tekjur og útgjöld síðasta mánaðar.

Opnað verður fyrir umsóknir um jólaaðstoð á netinu 21. nóvember næstkomandi. Lokað verður fyrir netumsóknir þann 10. desember. Opnað verður að nýju fyrir almennar umsóknir um neyðaraðstoð á netinu 8. janúar.

Prestar og djáknar í dreifbýli hafa milligöngu um aðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar við einstaklinga jafnt sem barnafjölskyldur en á svæðum þar sem aðrar hjálparstofnanir starfa einskorðar Hjálparstarfið aðstoðina við efnalitlar barnafjölskyldur. Gott samstarf er um jólaaðstoð víðs vegar um landið milli Hjálparstarfs kirkjunnar annars vegar og Hjálpræðishersins, Mæðrastyrksnefnda og Rauða krossins hins vegar.

Styrkja