Í desember aðstoðar Hjálparstarf kirkjunnar fólk sem býr við fátækt svo það geti gert sér dagamun yfir hátíðirnar. Stuðningurinn tekur mið af aðstæðum hvers og eins og er fyrst og fremst í formi inneignarkorta í matvöruverslunum sem verða gefin út eigi síðar en 20. desember. Foreldrum sem búa við kröpp kjör býðst auk þess jólafatnaður og gjafir fyrir börnin. Tekið er á móti umsóknum frá barnafjölskyldum í Reykjavík á skrifstofu Hjálparstarfs kirkjunnar, Háaleitisbraut 66, neðri hæð, þann 1., 2. og 5. desember kl. 10 – 15. Umsækjendur eru beðnir um að mæta með gögn sem sýna tekjur og útgjöld síðasta mánaðar. Umsóknarfrestur fyrir umsókn á heimasíðu Hjálparstarfsins er til og með 15. desember næstkomandi.

Styrkja