Vinir Hjálparstarfs kirkjunnar koma saman í safnaðarheimili Grensáskirkju mánudaginn 24. febrúar nk. kl. 12:00 og snæða saman.

Öll sem áhuga hafa á starfi Hjálparstarfs kirkjunnar og vilja leggja starfinu lið eru hjartanlega velkomin.

Múlakaffi mun annast um matseldina að þessu sinni.

Hver er staða erlendu verkefnanna?

Yfir hádegisverðinum munu viðstaddir fræðast um erlend verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar.

Kristín Ólafsdóttir, verkefnastjóri erlendra verkefna, mun segja frá ferð sinni til Úganda á dögunum.

Skráning

Tilkynna þarf þátttöku í hádegisverðinn á netfangið help@help.is eða í síma 528 4400 fyrir kl. 14:00 fimmtudaginn 20. febrúar nk.

Verð fyrir máltíðina er kr. 3.500.- og mun afraksturinn renna til Hjálparstarfs kirkjunnar.

Öll sem hafa áhuga á starfi Hjálparstarfs kirkjunnar og vilja leggja starfinu lið eru hjartanlega velkomin.

Styrkja