Nýtt Fréttabréf Hjálparstarfsins er komið út. Blaðið er efnismikið og með nýju fersku útliti sem fellur lesendum vonandi vel í geð. Í blaðinu segjum við frá starfinu hér heima og á verkefnasvæðum erlendis.
Í blaðinu er meðal annars fjallað sérstaklega um að fjölmargar barnafjölskyldur leita til Hjálparstarfsins fyrir hver jól. Ástæðan er einföld og ávallt sú sama. Þau sem minnst hafa handa á milli þurfa aðstoð við að útvega börnum sínum það sem öll börn þurfa um jólin. Aldrei er þörfin eins áberandi og um jólin en starfsmenn Hjálparstarfsins eru þegar byrjaðir að undirbúa úthlutun í aðdraganda hátíðanna, sem er annasamasti tími ársins.Margir eru í mjög erfiðri stöðu og því ekkert sem bendir til annars en að fleiri leiti stuðnings fyrir komandi jól en undanfarin ár.
Við segjum frá verkefni í sveitahéruðum Úganda þar sem Hjálparstarfið hefur reist 190 hús fyrir fólk sem býr við sárafátækt.
Við segum frá frábæru valdeflingarverkefni sem um ræðir ber yfirskriftina Saumó – tau með tilgang og er fyrir konur úr hópi innflytjenda, flóttafólks og hælisleitenda sem dvelja hér á landi og eru útsettar fyrir félagslegri einangrun.
Eins er í blaðinu grein undir fyrirsögninni Gersemar upp úr svörtum plastpokum og segir frá tengslum sjálfboðaliða Hjálparstarfsins við þjóðminjar.
Ef þú vilt lesa um innlent sem erlent starf Hjálparstarfsins má finna nýja fréttabréfið hér.