Vinir Hjálparstarfs kirkjunnar koma saman í Grensáskirkju í hádeginu, síðasta mánudag í hverjum mánuði, til að fræðast um starfið og stilla saman strengi.

Næsta samvera verður í safnaðarheimili Grensáskirkju mánudaginn 30. október nk. kl. 12:00 og þú ert hjartanlega velkomin til þátttöku.

Skráning

Tilkynna þarf þátttöku á netfangið help@help.is eða í síma 528 4400 fyrir kl. 10:00 föstudaginn 27. október nk.

Verð fyrir máltíðina er 3.000 kr. og mun afraksturinn renna til Hjálparstarfs kirkjunnar.

Umsjón með matseldinni að þessu sinni hefur Kristín Hraundal, kirkjuvörður Grensáskirkju.

Ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs

Yfir hádegisverðinum mun Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar fjalla stuttlega um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs og hjálparstarf ACT Alliance, sem Hjálparstarf kirkjunnar er aðili að.

Bjarni Gíslason

Mögulegt verður að varpa spurningum til Bjarna varðandi starfið.

Hvernig getum við stutt Hjálparstarf kirkjunnar?

Tilgangurinn með því að koma svona saman er að fólk geti hist í hádeginu, borðað saman og rætt málefni Hjálparstarfsins og hvernig hver og einn og hópurinn í heild sinni geti stutt við hið mikilvæga starf Hjálparstarf kirkjunnar hérlendis og erlendis.

Ávallt er pláss fyrir nýja Vini Hjálparstarfsins og þú ert velkomin í hópinn.

Hjartanlega velkomin

Öll sem hafa áhuga á starfi Hjálparstarfs kirkjunnar og vilja leggja starfinu lið eru hjartanlega velkomin.

Styrkja