Nú á dögunum afhenti Toyota á Íslandi Hjálparstarfi kirkjunnar nýja Toyota Proace – sendibifreið til afnota. Bif­reiðin mun koma sér afar vel í fjölbreyttum verk­efn­um Hjálp­ar­starfs­ins hér á landi en þessi stuðningur Toyota á Íslandi við Hjálparstarf kirkjunnar teygir sig allt aftur til ársins 2008.

„Við erum afar þakk­lát fyr­ir stuðning Toyota á Íslandi en nýja sendi­bif­reiðin leysir af hólmi eldri bif­reið sem Toyota færði Hjálp­ar­starf­inu fyrir rúmu ári,“ segir Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfsins og bætir við að bifreiðin nýtist Hjálparstarfinu afar vel í ýms­um verkefnum allt árið um kring; ekki síst á annatímum þegar margt þarf að sækja og senda.

Má nefna að fyr­ir síðustu jól fékk 1.783 fjöl­skylda, eða tæplega fimm þúsund ein­stak­ling­ar, um allt land aðstoð Hjálparstarfsins og ekkert bendir annars en reikna megi með svipuðum fjölda í ár, eða jafnvel fleirum í ljósi áskorana sem fólk glímir við á tímum verðbólgu og hárra vaxta,“ segir Bjarni.

Styrkja