Allt árið um kring styður Hjálparstarf kirkjunnar börn og unglinga sem búa við fátækt og eru undir átján ára aldri til íþróttaiðkunar, listnáms og tómstundastarfs.
Foreldrar grunnskólabarna fá einnig sérstakan stuðning í upphafi skólaárs og ungmenni fá styrk til að stunda nám sem gefur þeim réttindi til starfs eða veitir þeim aðgang að lánshæfu námi. Markmiðið er að rjúfa vítahring stuttrar skólagöngu, lágra launa og fátæktar.
Félagsráðgjafar Hjálparstarfsins taka við umsóknum um stuðning vegna upphafs komandi skólaárs dagana 22., 24. og 25. ágúst 2023 eins og hér segir:
Þriðjudaginn 22. ágúst, klukkan 11 – 14.
Fimmtudaginn 24. ágúst, klukkan 11 – 14.
Föstudaginn 25. ágúst, klukkan 10 – 12.
Tekið er við umsóknum á skrifstofu Hjálparstarfs kirkjunnar, neðri hæð Grensáskirkju, Háaleitisbraut 66, 103 Reykjavík.
Þessi styrkur til foreldra grunnskólabarna nýtist þeim sem ekki hafa efni á að kaupa skólatöskur, vetrarfatnað, íþróttavörur og fleira sem til fellur í upphafi skólaárs leik- og grunnskólabarna.
Við tökum jafnframt á móti heilum og hreinum vetrarfatnaði fyrir börnin og vel með förnum skólatöskum hér skrifstofunni á virkum dögum klukkan 10 – 15.
Utan höfuðborgarsvæðisins bendum við fólki á að hafa samband við prest í heimasókn sem hefur milligöngu um aðstoð.