Nýtt Fréttabréf Hjálparstarfsins er komið út. Blaðið er efnismikið og með nýju útliti sem fellur lesendum vonandi vel í geð.

Í blaðinu segjum við frá starfinu hér heima og á verkefnasvæðum erlendis. Við segjum meðal annars frá Skjólinu – opnu húsi fyrir heimilislausar konur, sem hefur starfað í rétt rúm tvö ár. Verkefni Hjálparstarfsins í Seba Kare flóttamannabúðunum í hinu stríðshrjáða Tigray-héraði í Eþíópíu er meðal efnis og ítarleg umfjöllun um starfssvæði Hjálparstarfsins í Malaví.

Við segjum frá aðstæðum ungs fólks í fátækrahverfum Kampala, höfuðborgar Úganda og stórum sigrum í nær vonlausum aðstæðum. Einnig er fjallað um ástandið í Sýrlandi og Tyrklandi eftir jarðskjálftana miklu sem þar urðu í byrjun febrúar.

Þá er rýnt í tölfræði jólamánaðarins hjá Hjálparstarfinu sem sýnir svo ekki verður um villst að efnahagsástand dagsins í dag kemur afar illa við þá sem minnst hafa handa á milli.

Ef þú vilt lesa um innlent sem erlent starf Hjálparstarfsins má finna nýja fréttabréfið hér. 

Styrkja