Samiðn ásamt Byggiðn og FIT veita árlega styrki til samfélagslegra verkefna um jólin. Þetta árið varð Hjálparstarf kirkjunnar fyrir valinu, en styrkurinn nam einni milljón króna. Á heimasíðu samtakanna segir: „Á Íslandi veitir Hjálparstarf kirkjunnar fólki sem býr við fátækt aðstoð í neyðartilfellum ásamt því að beina fólki þangað sem það getur vænst aðstoðar sem […]
Skrifstofa Hjálparstarfs kirkjunnar er lokuð á milli jóla og nýárs og opnar á ný mánudaginn 6. janúar. Miðvikudaginn 8. janúar verður opnað fyrir umsóknir um aðstoð. Stjórn og starfsfólk Hjálparstarfs kirkjunnar þakkar Hjálparliðum, sjálfboðaliðum, öðrum einstaklingum, félagasamtökum, fyrirtækjum og stofnunum fyrir traustið og dýrmætan stuðning við starfið á árinu. Við óskum ykkur öllum gleði- og […]
Sóknarnefnd Hallgrímskirkju ákvað á jólafundi sínum í ár að veita 6.5 milljónum króna úr Líknarsjóði kirkjunnar. Styrknum var veitt til fjögurra samtaka; Hjálparstarfs kirkjunnar, Kristniboðssambands Íslands, til Rótarinnar vegna Konukots og til Kaffistofu Samhjálpar. Við fjölskyldumessu í Hallgrímskirkju í gær tóku við staðfestingu á framlagi þau Bjarni Gíslason fyrir Hjálparstarf kirkjunnar, Sigríður Schram fyrir Kristniboðssambandið, […]
Bræðurnir í Oddfellowstúku nr. 7, Þorkeli mána I.O.O.F. færðu Hjálparstarfinu í gær 600 þúsund krónur að gjöf sem rennur til aðstoðar innanlands. Þessi gjöf mun koma sér afar vel og skipta verulegu máli fyrir fjölmargar fjölskyldur og gera þeim kleift að halda gleðileg jól. Á afhendingarskjali segir að þeim stúkubræðrum sé það sönn ánægja að […]