Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar, undirrituðu í gær rammasamning sem hverfist um stuðning ráðuneytisins við verkefni Hjálparstarfsins á sviði mannúðaraðstoðar og þróunarsamvinnu. Samkvæmt samningnum leggur ráðuneytið til framlag sem nemur stórum hluta af kostnaði við skilgreind verkefni. Rammasamningurinn er til fjögurra ára, nær til tímabilsins 2025 – 2028, og mun […]
Vinir Hjálparstarfs kirkjunnar koma saman í safnaðarheimili Grensáskirkju mánudaginn 24. febrúar nk. kl. 12:00 og snæða saman. Öll sem áhuga hafa á starfi Hjálparstarfs kirkjunnar og vilja leggja starfinu lið eru hjartanlega velkomin. Múlakaffi mun annast um matseldina að þessu sinni. Hver er staða erlendu verkefnanna? Yfir hádegisverðinum munu viðstaddir fræðast um erlend verkefni Hjálparstarfs […]
Samiðn ásamt Byggiðn og FIT veita árlega styrki til samfélagslegra verkefna um jólin. Þetta árið varð Hjálparstarf kirkjunnar fyrir valinu, en styrkurinn nam einni milljón króna. Á heimasíðu samtakanna segir: „Á Íslandi veitir Hjálparstarf kirkjunnar fólki sem býr við fátækt aðstoð í neyðartilfellum ásamt því að beina fólki þangað sem það getur vænst aðstoðar sem […]
Skrifstofa Hjálparstarfs kirkjunnar er lokuð á milli jóla og nýárs og opnar á ný mánudaginn 6. janúar. Miðvikudaginn 8. janúar verður opnað fyrir umsóknir um aðstoð. Stjórn og starfsfólk Hjálparstarfs kirkjunnar þakkar Hjálparliðum, sjálfboðaliðum, öðrum einstaklingum, félagasamtökum, fyrirtækjum og stofnunum fyrir traustið og dýrmætan stuðning við starfið á árinu. Við óskum ykkur öllum gleði- og […]